
„Ég er drullusátt með spilamennskuna hjá liðinu. Við vorum ótrúlega góðar. En ég er líka drullufúl yfir því að það var tekið af okkur mark í fyrri hálfleiknum. Það hefði breytt leiknum,“ sagði Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli gegn Keflavík fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Keflavík
Atvikið sem situr í Sesselju eftir leik er þegar dómari leiksins var of fljótur á sér og flautaði aukaspyrnu á Keflavík þegar hann hefði betur beitt hagnaði þar sem leikmaður Aftureldingar var kominn í gegn og setti boltann svo í netið.
„Hann var alltof fljótur að dæma og ég er brjáluð yfir því. En svona er þetta bara. Það er þvílíkur karakter í liðinu og við vinnum okkur aftur inn í leikinn,“ sagði Sesselja en eftir kröftuga byrjun Keflavíkur vann lið Aftureldingarliðið sig vel inn í leikinn og náði nokkuð óvæntum úrslitum.
„Þetta var bara barátta allt í gegn, hjá hverjum einasta manni. Stundum er þetta bara þannig. Við getum ekki alltaf spilað fallegan fótbolta,“ sagði fyrirliði Aftureldingar meðal annars um leikinn en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir