Hollenski vængmaðurinn Jean-Paul Boetius spilar ekki á næstunni en við læknisskoðun fannst æxli í öðru eista hans. Hann mun gangast undir uppskurð á morgun.
Þýska félagið Hertha Berlín fékk þennan 28 ára leikmann til sín frá Mainz í síðasta mánuði.
Þýska félagið Hertha Berlín fékk þennan 28 ára leikmann til sín frá Mainz í síðasta mánuði.
Fredi Bobic, íþróttastjóri Herthu Berlín, segir að félagið hafi fulla trú á því að Boetius muni losna við meinið og hann muni fá allan mögulegan stuðning.
Boetius er annar leikmaðurinn í þýsku úrvalsdeildinni sem fer í aðgerð vegna æxlis í eistum á tveggja mánaða tímabili en Sebastien Haller, leikmaður Borussia Dortmund, gekkst undir hnífinn í júlí.
Athugasemdir