Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 19:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Rasmus, Guðmundur Andri og Davíð Ingvars koma inn
Valsmenn með 2 breytingar - Blikar eina
Davíð Ingvars mættur aftur í byrjunarlið Blika
Davíð Ingvars mættur aftur í byrjunarlið Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn fá nýkringda Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn í lokaleik dagsins klukkan 20:00 á Origo vellinum þegar 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla heldur áfram. Valur og Breiðablik eru fyrstu liðin í efri hlutanum til þess að mætast í 4.umferð en fyrr í dag fóru fram tveir leikir í neðri hlutanum. 

Gestirnir frá Kópavogi hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en heimamenn í Val geta hæst náð 4.sæti deildarinnar sem gefur liðinu afskaplega lítið svo það er kannski ekki um mikið að keppa í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  5 Breiðablik

Valsmenn gera tvær breytingar á sínu liði frá því í síðasta leik en inn koma Rasmus Christiansen og Guðmundur Andri Tryggvason fyrir Jesper Juelsgard og Hólmar Örn Eyjólfsson.

Íslandsmeistarar Breiðabliks gera eina breytingu á liði sínu en inn kemur Davíð Ingvarsson fyrir Kristinn Steindórsson.


Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
0. Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson (f)
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner