Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   sun 23. október 2022 16:09
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Stjörnunnar og KA: Þrjár breytingar hjá báðum liðum
Jakob Snær kemur inn í liðið hjá KA.
Jakob Snær kemur inn í liðið hjá KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er einn leikur á dagskrá í efri hluta Bestu deildar karla í dag en þá mætast Stjarnan og KA á Samsung vellinum.


KA er í þriðja sæti deildarinnar og er búið að tryggja sér Evrópusæti á meðan Stjarnan er í því sjötta en liðið getur farið yfir Val með sigri í dag.

Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, gerir þrjár breytingar á sínu lið. Út fara Einar Karl Ingvarsson, Óskar Örn Hauksson og Kjartan Már Kjartansson og inn koma þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson, Elís Rafn Björnsson og Róbert Frosti Þorkelsson.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir einnig þrjár breytingar á sínu liði. Dusan Brkovic kemur inn sem og Bryan Van Den Bogaert og Jakob Snær Árnason en út fara þeir Þorri Mar Þórisson, Gaber Dobrovoljc og Daníel Hafsteinsson.

Byrjunarlið Stjarnan:
1. Haraldur Björnsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
11. Daníel Finns Matthíasson
14. Ísak Andri Sigurgeirsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
21. Elís Rafn Björnsson
24. Björn Berg Bryde
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
3. Dusan Brkovic
5. Ívar Örn Árnason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Bryan Van Den Bogaert
29. Jakob Snær Árnason


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner