Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   sun 23. október 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Eigum ekki sömu möguleika og skrímslin í enska boltanum
Mynd: Heimasíða Tottenham

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, viðurkennir að félagið búi ekki yfir þeim fjármunum sem þurfi til að veita bestu félögum Englands raunhæfa samkeppni.


Hann segir að lítið megi bregða útaf í leikmannakaupum félagsins ef það á að eiga möguleika um að berjast um Englandsmeistaratitilinn.

„Ég ber mikla virðingu fyrir þessu félagi og markmiðum þess en á sama tíma veit ég vel að við eigum ekki sömu möguleika og skrímslin sem eru í enska boltanum," sagði Conte og átti þá við hin afar auðugu félög sem eru að berjast á svipuðum slóðum og Tottenham. 

„Til að eiga möguleika á að vera samkeppnishæfir þurfum við mikinn tíma til að byggja upp leikmannahópinn og það má ekki gera nein mistök á leikmannamarkaðinum."

Tottenham seldi Steven Bergwijn og Cameron Carter-Vickers í sumar fyrir um 35 milljónir punda og keypti Richarlison, Cristian Romero, Yves Bissouma og Djed Spence fyrir rúmar 130 milljónir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner