Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   sun 23. október 2022 14:54
Aksentije Milisic
England: Fyrsta jafntefli Arsenal staðreynd - Villa og Leicester með stórsigra

Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni og var nóg af mörkum í boði að þessu sinni.


Á Villa Park í Birmingham valtaði Aston Villa yfir Brentford en heimamenn voru komnir í 3-0 eftir einungis fjórtán mínútna leik.

Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Steven Gerrard fékk að taka pokann sinn og frammistaðan í dag frábær annað en síðustu vikur.

Danny Ings skoraði tvennu og þá sáu Leon Bailey og Ollie Watkins um hin tvö mörkin.

Toppliðið Arsenal heimsótti Southampton og fyrsta jafntefli tímabilsins fékk að líta dagsins ljós hjá gestunum.

Granit Xhaka skoraði flott mark í fyrri hálfleiknum en hann skaut þá í fyrstu snertingu eftir sendingu frá Ben White. Southampton spilaði vel í síðari hálfleiknum og náði Stuart Armstrong að tryggja liðinu stig.

Fulham heldur áfram að tikka inn stigunum en liðið vann flottan 2-3 sigur á Leeds á Elland Road.

Aleksandar Mitrovic hélt áfram að skora og þá skoruðu einnig þeir Bobby Reid og Willian í liði Fulham. Rodrigo kom Leeds í forystu en það dugði skammt.

Þá valtaði Leicester yfir Wolves á útivelli en Leicester hefur heldur betur verið að rétta úr kútunum eftir ömurlega byrjun. Ótrúlega en satt þá var Wolves meira með boltann og fleiri marktilraunir en liðið steinlá samt.

Alla markaskorara dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Aston Villa 4 - 0 Brentford
1-0 Leon Bailey ('2 )
2-0 Danny Ings ('7 )
3-0 Danny Ings ('14 , víti)
4-0 Ollie Watkins ('59 )

Leeds 2 - 3 Fulham
1-0 Rodrigo ('20 )
1-1 Aleksandar Mitrovic ('26 )
1-2 Bobby Reid ('74 )
1-3 Willian ('84 )
2-3 Crysencio Summerville ('90)

Southampton 1 - 1 Arsenal
0-1 Granit Xhaka ('11 )
1-1 Stuart Armstrong ('65 )

Wolves 0 - 4 Leicester City
0-1 Youri Tielemans ('8 )
0-2 Harvey Barnes ('19 )
0-3 James Maddison ('65 )
0-4 Jamie Vardy ('79 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner