Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   sun 23. október 2022 22:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk rautt fyrir að minnast varaforseta félagsins sem lést á dögunum
Alex Baena í leik gegn Barcelona
Alex Baena í leik gegn Barcelona
Mynd: EPA

Það kom upp furðulegt atvik í spænsku deildinni í dag þegar Alex Baena leikmaður Villarreal var rekinn af velli þegar hann fagnaði markinu sínu gegn Almeria.


Hann fagnaði með því að lyfta treyjunni upp fyrir haus til að sýna skilaboð á innanundir bolnum. Á honum stóð: 'Takk fyrir allt, Llaneza."

Jose Manuel Llaneza var varaforseti Villarreal en hann lést á dögunum 74 ára að aldri.

Baena reyndi að mótmæla dómnum og benda á að hann hafi aðeins lyft upp treyjunni en ekki farið úr henni en dómarinn stóð við sinn dóm.

Einum færri tókst Villarreal þó að sigra leikinn. Almeria jafnaði metin en sigurmark Villarreal kom í uppbótartíma.

Markið hans Baena og rauða spjaldið má sjá hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner