Hinn 18 ára gamli Gavi leikmaður Barcelona var valinn Gulldrengur ársins á dögunum en hann var mættur út á völl í kvöld þegar Barcelona fékk Athletic Bilbao í heimsókn.
Hann staldraði þó ekki lengi við þar sem hann þurfti að fara af velli eftir rúman hálftíma leik vegna meiðsla.
Hann lenti í svakalegu samstuði við leikmann Athletic en það virtist koma vænt högg á miðsvæðið.
Eftir að búið var að hlúa að honum stóð hann upp og gekk af velli með tárin í augunum. Xavi stjóri Barcelona hefur ekki áhyggjur af leikmanninum.
„Þetta virðist ekki vera alvarlegt en það lítur út fyrir að Sergi Roberto sé meiddur. Við sjáum til með þá báða ámorgun," sagði Xavi.
Samstuðið má sjá hér fyrir neðan.
Por desgracia Gavi ya no podrá echarle un par de cojones a un partido.
— Cᴀꜱᴛɪʟʟᴏ (@Castillo__Rm) October 23, 2022
pic.twitter.com/0mDqrCtAfP