Í kvöld fer fram risa leikur í Serie A deildinni á Ítalíu en þá mætast Roma og Napoli á Stadio Olimpico.
Roma getur saxað vel á forskot Napoli sigri liðið í kvöld en leikurinn er ekki einungis mikilvægur fyrir bæði þessi lið heldur þá sérstaklega varnarmann Roma, Roger Ibanez.
Þessi 23 ára gamli varnarmaður hefur bætt sig mjög mikið undir stjórn Jose Mourinho og var hann valinn í landsliðshóp Brasilíu um daginn.
Roma er meðal þeirra liða sem hefur fengið á sig fæstu mörkin í deildinni en liðið spilar í þriggja manna kerfi með þá Roger Ibanez, Chris Smalling og Gianluca Mancini.
Tito, landsliðsþjálfari Brasilíu ætlaði að senda njósnara á völlinn til að fylgjast vel með Ibanez en hann ákvað að mæta sjálfur eftir allt saman. Ibanez vonast eftir því að vera í hópnum sem fer á HM.
Leikurinn hefst klukkan 18:45.