Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 12:25
Aksentije Milisic
Martinez við stuðningsmann: Ég þekki þig ekkert en við erum í þessu saman
Mynd: EPA

Það ætlaði allt um koll að keyra í stuðningsmannahólfi Manchester United á Stamford Bridge í gær þegar Casemiro skoraði dramatíkst jöfnunarmark í jafnteflisleik Chelsea og Manchester United.


Leikmenn United fögnuðu mikið með stuðningsmönnum sínum eins og gefur að skilja og var þar Argentínumaðurinn Lisandro Martinez fremstur í flokki.

Hann var mættur langleiðina upp í stúku og náðust skemmtilegar myndir af honum og stuðningsmanni United í miklum faðmlögum.

Lisandro deildi myndinni á samfélagsmiðlum eftir leik og skrifaði: „Vinur ég þekki þig ekki en við erum í þessu saman! Berjumst til enda!

Stuðningsmaðurinn, sem heitir Samy, sá þessa færslu frá Martinez á Twitter og svaraði hann honum og sagðist elska hann.




Athugasemdir
banner
banner