Roma tapaði stórleiknum gegn Napoli í ítalska boltanum í kvöld en Jose Mourinho stjóri Roma var ánægður með frammistöðuna.
„Frammistaðan var nógu góð til að tapa ekki. Ég vildi vinna en á sama hátt og þeir unni sem var með fáum tækifærum á markið og ein til að sigra," sagði Mourinho.
„Þetta var erfiður leikur, vel stjórnað en eftir mörg gul spjöld áttum við erfitt og þeir skoruðu úr einu af fáum tækifærunum sem þeir sköpuðu í seinni hálfleik. Ef Cristante hefði ekki verið kominn með gult hefði hann getað stöðvað skyndisóknina."
Mourinho var þreyttur á Hirving Lozano leikmanni Napoli.
„Við pressuðum minna í síðari hálfleik því við vorum þreyttir. Leonardo Spinazzola átti að pressa á manninn sem er alltaf að dýfa sér. Hvað heitir hann aftur? Sá sem er alltaf að henda sér í jörðina, Lozano, alveg rétt," sagði Mourinho.