Youri Tielemans skoraði stórkostlegt mark í dag þegar Leicester fór illa með Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Gestirnir frá Leicester völtuðu yfir lánslausa úlfa en lokatölur leiksins urðu 4-0. Brendan Rodgers og lærisveinar hans hafa verið að spila vel eftir brösuga byrjun í deildinni.
Miðjumaðurinn öflugi Tielemans kom sínum mönnum á bragðið með hreint út sagt stórglæsilegu marki strax á sjöundu mínútu leiksins.
Hann fékk þá boltann fyrir utan teiginn og ákvað að þruma í hann í fyrstu snertingu og boltinn fór beint upp í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Jose Sá í markinu hjá Wolves.
Sjáðu þetta þrumuskot hjá Belganum hér.
Athugasemdir