Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Alex flottur í jafntefli gegn Galatasaray - Daníel Leó lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Alex Rúnarsson var í markinu hjá Alanyaspor sem heimsótti Galatasaray í tyrknesku deildinni í dag.


Þetta byrjaði erfiðlega fyrir Alanyaspor en Galatasaray komst í 2-0 eftir rúmlega 20 mínútna leik. Mauro Icardi lagði upp fyrra markið á Dries Mertens og Icardi skoraði það síðara sjálfur.

Galatasaray lék síðasta klukkutímann manni færri og Alanyaspor náði að nýta sér liðsmuninn og náði að jafna metin í uppbótartíma og nældi í jafntefli.

Rúnar átti flottan leik og varði tíu skot. Birkir Bjarnason kom ekkert við sögu í jafntefli Adana Demirspor gegn Konyaspor. Adana er í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Fenerbache sem á leik til góða. Alanyaspor er í 10. sæti.

Daníel Leó Grétarsson lagði upp eitt mark í 2-2 jafntefli Slask gegn Jagiellonia í pólsku deildinni en Slask er í 12. sæti með 17 stig stigi á eftir Jagiellonia sem er í 9. sæti.

Hörður Magnússon var í byrjunarliði Panathinaikos sem vann ARis 1-0 í grísku deildinni. Panathinaikos er með sjö stiga forystu á toppnum. Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK sem gerði 2-2 jafntefli gegn Asteras Tripolis. PAOK er í 5. sæti en sex efstu sætin gefa þátttökurétt í úrslitakeppni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner