Dean Henderson átti frábæran leik er Nottingham Forest vann óvæntan 1-0 sigur á Liverpool í gær.
Henderson er samningsbundinn Manchester United og leikur fyrir Forest á láni.
Það hefur lengi verið mikill rígur á milli stuðningsmanna Liverpool og Man Utd og tekur Henderson fullan þátt í þeirri gleði. Hann gaf stuðningsmönnum Forest puttann eftir sigurinn en skömmu áður hafði hann bjargað dauðafæri frá Virgil van Dijk, eins og má sjá hér fyrir neðan.
Henderson varði skalla Van Dijk eftir hornspyrnu meistaralega og átti gríðarlega stóran þátt í að tryggja þrjú dýrmæt stig fyrir Nottingham Forest - auk þess að hjálpa Man Utd í væntanlegri baráttu um Meistaradeildarsæti.
Sjáðu markvörsluna á 92. mínútu
Sjá einnig:
Henderson gaf stuðningsmönnum Liverpool puttann eftir leik