Það var risaslagur í þýsku kvennadeildinni í dag þegar Íslendingaliðin Wolfsburg og Bayern Munchen áttust við. Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum hjá Wolfsburg en Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern.
Svo fór að Wolfsburg sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Sveindís kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik. Wolfsburg er með tveggja stiga foyrstu á Frankfurt á toppnum eftir fimm leiki, Bayern er í 3. sæti fimm stigum á eftir.
Brann varð norskur meistari í dag eftir 2-1 sigur á Rosenborg en Svava Rós Guðmundsdóttir kom liðinu á bragðið með fyrsta marki leiksins. Selma Sól Magnúsdóttir le´k allan leikinn í liði Rosenborg sem endar í 3. sæti deildarinnar en ein umferð er eftir.
Valerenga valtaði yfir Stabæk 6-0 en Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði síðasta markið. Valerenga er fjórum stigum á eftir Brann fyrir leik liðanna í lokaumferðinni.
Rosengard fór langt með að tryggja sér sænska titilinn með sigri á Kristianstad í Íslendingaslag 2-0. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengard. Amanda Andradóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad og Emelía Óskarsdóttir kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik.
Berglind Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrri Orebro sem vann Djurgarden 2-1.
Á Englandi kom Dagný Brynjarsdóttir West Ham yfir gegn Reading en liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik. Reading náði að klóra í bakkann og skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Þetta var fjórða mark Dagnýjar í röð í jafn mörgum leikjum fyrir West Ham.
Wolfsburg W 2 - 1 Bayern W
Kristianstads W 0 - 2 Rosengard W
West Ham W 3 - 2 Reading W
1-0 ('4 )
2-0 ('22 )
3-0 ('29 )
3-1 ('75 )
3-2 ('82 )