Gabriel Jesus hefur aldrei tapað leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað. Alls 51 leikur.
Meðal leikja dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Southampton og Arsenal. Topplið deildarinnar heimsækir Leikvang heilagrar Maríu.
Þegar liðin mættust á þessum velli á síðasta tímabili vann Southampton 1-0 sigur og tók þátt í að eyðileggja Meistaradeildarvonir Arsenal. Jan Bednarek skoraði eina markið.
Bæði lið unnu 1-0 sigra í miðri viku en Arsenal vann PSV Eindhoven í Evrópudeildinni (með marki Granit Xhaka) og er komið með annan fótinn í útsláttarkeppnina. Arsenal hefur verið að vinna jafna leiki að undanförnu.
Þegar liðin mættust á þessum velli á síðasta tímabili vann Southampton 1-0 sigur og tók þátt í að eyðileggja Meistaradeildarvonir Arsenal. Jan Bednarek skoraði eina markið.
Bæði lið unnu 1-0 sigra í miðri viku en Arsenal vann PSV Eindhoven í Evrópudeildinni (með marki Granit Xhaka) og er komið með annan fótinn í útsláttarkeppnina. Arsenal hefur verið að vinna jafna leiki að undanförnu.
Fréttir úr leikmannahópi Southampton
Bakvörðurinn Kyle Walker-Peters spilar ekki næstu vikurnar eftir að hafa meiðst aftan í læri í miðri viku. Ainsley Maitland-Niles má ekki taka þátt í leiknum í dag þar sem hann er lánsmaður frá Arsenal.
Hinn 18 ára gamli Romeo Lavia nálgast endurkomu. Hann er farinn að æfa en hefur verið lengi frá og þessi leikur kemur aðeins of snemma fyrir hann.
Fréttir úr leikmannahópi Arsenal
Úkraínski varnarmaðurinn Oleksandr Zinchenko hefur misst af síðustu fimm leikjum vegna kálfameiðsla en gæti spilað í dag. Bukayo Saka verður væntanlega með í dag en einhver smávægileg meiðsli voru að plaga hann í lok leiksins gegn PSV.
Mohamed Elneny og Emile Smith Rowe eru í langtímameiðslum.
Innbyrðis viðureignir
Allir átta sigrar Southampton gegn Arsenal hafa komið á heimavelli. Ef Dýrlingarnir vinna í dag verður það í annað sinn sem liðið nær að tengja saman tvo deildarsigra gegn Arsenal.
Staðreynd um Southampton
1-0 sigurinn gegn Bournemouth á miðvikudaginn var fyrsti leikur Southampton þar sem liðið náði að halda hreinu eftir sautján leikja hrinu. Alveg frá því að liðið vann Arsenal 1-0 í apríl.
Staðreyndir um Arsenal
Arsenal hefur jafnað félagsmet frá 1903 með því að vinna níu af tíu fyrstu deildarleikjum sínum.
Arsenal er með bestu vörn deildarinnar til þessa, liðið hefur fengið á sig þrjú mörk og fjórum sinnum haldið hreinu. Þá er liðið það eina sem hefur skorað í öllum leikjum sínum til þessa.
Ralph Hasenhuttl undir pressu
Sigurinn gegn Bournemouth batt enda á fimm leikja hrinu Southampton án sigurs. Dýrlingarnir eru tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og stjórinn Ralph Hasenhuttl er klárlega undir mikilli pressu.
Markið sem Che Adams skoraði gegn Bournemouth var aðeins þriðja markið sem Southampton hafði skoraði á 540 spiluðum mínútum. Það er skiljanlegt að stuðningsmenn séu orðnir pirraðir.
Leikir dagsins
13:00 Southampton - Arsenal
13:00 Wolves - Leicester
13:00 Leeds - Fulham
13:00 Aston Villa - Brentford
15:30 Tottenham - Newcastle
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 29 | 21 | 7 | 1 | 69 | 27 | +42 | 70 |
2 | Arsenal | 28 | 15 | 10 | 3 | 52 | 24 | +28 | 55 |
3 | Nott. Forest | 28 | 15 | 6 | 7 | 45 | 33 | +12 | 51 |
4 | Chelsea | 28 | 14 | 7 | 7 | 53 | 36 | +17 | 49 |
5 | Man City | 28 | 14 | 5 | 9 | 53 | 38 | +15 | 47 |
6 | Newcastle | 28 | 14 | 5 | 9 | 47 | 38 | +9 | 47 |
7 | Brighton | 28 | 12 | 10 | 6 | 46 | 40 | +6 | 46 |
8 | Aston Villa | 29 | 12 | 9 | 8 | 41 | 45 | -4 | 45 |
9 | Bournemouth | 28 | 12 | 8 | 8 | 47 | 34 | +13 | 44 |
10 | Fulham | 28 | 11 | 9 | 8 | 41 | 38 | +3 | 42 |
11 | Crystal Palace | 28 | 10 | 9 | 9 | 36 | 33 | +3 | 39 |
12 | Brentford | 28 | 11 | 5 | 12 | 48 | 44 | +4 | 38 |
13 | Tottenham | 28 | 10 | 4 | 14 | 55 | 41 | +14 | 34 |
14 | Man Utd | 28 | 9 | 7 | 12 | 34 | 40 | -6 | 34 |
15 | Everton | 28 | 7 | 12 | 9 | 31 | 35 | -4 | 33 |
16 | West Ham | 28 | 9 | 6 | 13 | 32 | 48 | -16 | 33 |
17 | Wolves | 28 | 6 | 5 | 17 | 38 | 57 | -19 | 23 |
18 | Ipswich Town | 28 | 3 | 8 | 17 | 26 | 58 | -32 | 17 |
19 | Leicester | 28 | 4 | 5 | 19 | 25 | 62 | -37 | 17 |
20 | Southampton | 28 | 2 | 3 | 23 | 20 | 68 | -48 | 9 |
Athugasemdir