Það er nóg um að vera í enska boltanum í dag þar sem þriðja umferð FA bikarsins fer fram og eru ensku úrvalsdeildarfélögin öll komin inn í keppnina á þessu stigi.
Liverpool, topplið ensku deildarinnar, tekur á móti Accrington Stanley í hádeginu. Þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir Liverpool gegn andstæðingum sem eru í fallbaráttu í League Two deildinni.
Chelsea tekur þá á móti Morecambe á meðan Brighton spilar erfiðan útileik gegn Championship-liði Norwich.
Bournemouth og Brentford eiga þá heimaleiki gegn West Brom og Plymouth sem leika í Championship deildinni rétt eins og Nottingham Forest sem fær Luton Town í heimsókn.
Manchester City tekur svo á móti Salford City, sem hefur sterka tengingu við Manchester United, síðar í dag.
Leikir dagsins:
12:00 Birmingham - Lincoln City
12:00 Bristol City - Wolves
12:00 Middlesbrough - Blackburn
12:15 Liverpool - Accrington Stanley
14:00 Leicester - QPR
15:00 Bournemouth - West Brom
15:00 Brentford - Plymouth
15:00 Chelsea - Morecambe
15:00 Exeter - Oxford United
15:00 Norwich - Brighton
15:00 Nott. Forest - Luton
15:00 Preston NE - Charlton Athletic
15:00 Reading - Burnley
15:00 Sunderland - Stoke City
17:45 Leeds - Harrogate Town
17:45 Man City - Salford City
18:00 Coventry - Sheff Wed
18:00 Leyton Orient - Derby County
18:00 Mansfield Town - Wigan
Athugasemdir