RB Leipzig og AC Milan hafa náð munnlegu samkomulagi um félagaskipti Noah Okafor til Leipzig. Hann fór í læknisskoðun í Þýskalandi í gær.
Okafor er 24 ára gamall sóknarleikmaður sem er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið í fremstu víglínu eða á hægri kantinum.
Hann er Svisslendingur með 24 landsleiki að baki og hefur verið hjá Milan í eitt og hálft ár, eftir að hann gekk til liðs við félagið sumarið 2023 frá RB Salzburg.
Okafor á þrjú og hálft ár eftir af samningi hjá Milan og fer hann til Leipzig á lánssamningi með kaupmöguleika.
Leipzig greiðir um 1,5 milljón evra fyrir lánið og getur svo keypt Okafor fyrir 25 milljónir.
Athugasemdir