Kantmaðurinn Kevin Schade er ofarlega á óskalista Borussia Dortmund í janúar þar sem þýska félagið er í leit að leikmanni til að fylla í skarðið fyrir Donyell Malen sem virðist vera á leið til Aston Villa.
Schade er samningsbundinn Brentford en er aðeins notaður sem varaskeifa undir stjórn Thomas Frank. Hann á mikið eftir af samningi sínum við Brentford og er ólíklegt að félagið sé reiðubúið til að selja hann.
Schade hefur verið að koma inn af bekknum í leikjum Brentford á tímabilinu og hefur tekist að skora 6 mörk og gefa 3 stoðsendingar í 24 leikjum.
Þá var vinstri bakvörðurinn Aaron Hickey búinn að framlengja samning sinn við Brentford, sem er í ellefta sæti úrvalsdeildarinnar með 27 stig eftir 20 umferðir. Nýr samningur gildir til sumarsins 2028.
Athugasemdir