Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   lau 11. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton kaupir fyrirliða franska U19 landsliðsins (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Southampton er búið að ganga frá öðrum kaupum sínum í janúarglugganum eftir komu Welington í byrjun mánaðar.

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar er búið að festa kaup á Joachim Kayi Sanda, fyrirliða U19 ára landsliðs Frakklands.

Sanda er 18 ára miðvörður sem gerir fjögurra og hálfs árs samning við Southampton.

Southampton borgar aðeins 5 milljónir evra fyrir leikmanninn, sem var í eigu systurfélagsins Valenciennes í næstefstu deild franska boltans. Franska félagið heldur þó góðu hlutfalli af endursölurétti á leikmanninum.

Það auðveldaði fyrir félagaskiptunum að Southampton og Valenciennes eru í eigu sömu aðila.

Sanda mun líklega ekki spila mikið fyrir aðallið Southampton í vor, heldur mun hann æfa með aðalliðinu og spila með varaliðinu.


Athugasemdir
banner
banner