Southampton er búið að ganga frá öðrum kaupum sínum í janúarglugganum eftir komu Welington í byrjun mánaðar.
Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar er búið að festa kaup á Joachim Kayi Sanda, fyrirliða U19 ára landsliðs Frakklands.
Sanda er 18 ára miðvörður sem gerir fjögurra og hálfs árs samning við Southampton.
Southampton borgar aðeins 5 milljónir evra fyrir leikmanninn, sem var í eigu systurfélagsins Valenciennes í næstefstu deild franska boltans. Franska félagið heldur þó góðu hlutfalli af endursölurétti á leikmanninum.
Það auðveldaði fyrir félagaskiptunum að Southampton og Valenciennes eru í eigu sömu aðila.
Sanda mun líklega ekki spila mikið fyrir aðallið Southampton í vor, heldur mun hann æfa með aðalliðinu og spila með varaliðinu.
We are delighted to confirm the signing of 18-year-old defender Joachim Kayi Sanda from @VAFC ????
— Southampton FC (@SouthamptonFC) January 9, 2025
Athugasemdir