Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   lau 11. janúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Villa setur mikið púður í Óscar Mingueza
Mingueza er einnig eftirsóttur af RB Leipzig og vill Celta helst halda honum innan sinna raða.
Mingueza er einnig eftirsóttur af RB Leipzig og vill Celta helst halda honum innan sinna raða.
Mynd: EPA
Aston Villa er komið í viðræður við Celta Vigo um kaup á bakverðinum Óscar Mingueza.

Mingueza er 25 ára hægri bakvörður sem getur einnig spilað á hægri kanti eða sem miðvörður.

Hann er lykilmaður í liði Celta og aðeins með eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. Villa ætlar að nýta sér það til að kaupa leikmanninn, sem á tvo A-landsleiki að baki fyrir Spán.

Mingueza myndi berjast við Matty Cash um byrjunarliðssæti sem hægri bakvörður hjá Aston Villa.

Monchi, yfirmaður fótboltamála hjá Aston Villa, er staddur á Spáni þessa stundina til að fara í viðræður við Celta um kaup á Mingueza. Hann var meðal áhorfenda í 2-1 tapi Celta gegn Rayo Vallecano í gærkvöldi. Unai Emery hefur miklar mætur á leikmanninum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner