Ítalska stórveldið Juventus hefur mikinn áhuga á úrúgvæska varnarmanninum Ronaldo Araújo sem er samningsbundinn Barcelona.
Araújo er miðvörður að upplagi og á hann eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Barcelona.
Araújo er ekki í byrjunarliðsáformum Hansi Flick hjá Barca þar sem hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu eftir að hafa spilað 37 leiki á síðustu leiktíð.
Araújo er helsta skotmark Juve í janúarglugganum og mun félagið fá hann á lánssamningi með kaupmöguleika.
Börsungar eru á sama tíma að skoða að fá Marcus Rashford á láni frá Manchester United, en Rauðu djöflarnir hafa rætt við mörg stórveldi víða um Evrópu varðandi framtíð Rashford.
Stjórnendur Barca hafa fundað með umboðsteymi Rashford og eru viðræður aðeins á byrjunarstigi.
Athugasemdir