Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   lau 11. janúar 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Araújo er aðalskotmarkið hjá Juve - Barca skoðar Rashford
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ítalska stórveldið Juventus hefur mikinn áhuga á úrúgvæska varnarmanninum Ronaldo Araújo sem er samningsbundinn Barcelona.

Araújo er miðvörður að upplagi og á hann eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Barcelona.

Araújo er ekki í byrjunarliðsáformum Hansi Flick hjá Barca þar sem hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu eftir að hafa spilað 37 leiki á síðustu leiktíð.

Araújo er helsta skotmark Juve í janúarglugganum og mun félagið fá hann á lánssamningi með kaupmöguleika.

Börsungar eru á sama tíma að skoða að fá Marcus Rashford á láni frá Manchester United, en Rauðu djöflarnir hafa rætt við mörg stórveldi víða um Evrópu varðandi framtíð Rashford.

Stjórnendur Barca hafa fundað með umboðsteymi Rashford og eru viðræður aðeins á byrjunarstigi.
Athugasemdir
banner
banner