Sky Sports greinir frá því að Fenerbahce er við það að ná samkomulagi við Aston Villa um kaupverð fyrir miðvörðinn Diego Carlos.
José Mourinho vill styrkja leikmannahópinn sinn í tyrkneska boltanum og lítur á Diego Carlos sem fullkominn varnarmann fyrir liðið.
Carlos er 31 árs gamall og kostar um 10 milljónir punda. Hann er nokkuð mikið notaður af Unai Emery þjálfara og er búinn að spila 17 leiki það sem af er tímabils. Líklegt er að Villa vilji yngja upp í varnarlínunni og sé með ungan miðvörð í sigtinu til þess að kaupa og fylla í skarðið sem Carlos skilur eftir sig.
Hjá Fenerbahce gæti Carlos myndað öflugt miðvarðapar með Caglar Söyüncü en í leikmannahópi félagsins má einnig finna leikmenn á borð við Filip Kostic, Fred, Sofyan Amrabat, Allan Saint-Maximin, Edin Dzeko og Dusan Tadic.
Athugasemdir