Spænski miðjumaðurinn Ander Herrera er búinn að samþykkja að ganga til liðs við argentínska stórveldið Boca Juniors.
Herrera er 35 ára gamall og er að renna út á samning hjá Athletic Bilbao næsta sumar, en hann hefur aðeins tekið þátt í 14 leikjum á tímabilinu.
Það hefur ætíð verið draumur hjá Herrera að spila fyrir Boca Juniors á La Bombonera leikvanginum. Þetta er því draumur að rætast fyrir þennan leikreynda miðjumann.
Herrera fer í læknisskoðun á komandi vikum og ættu félagaskiptin að ganga í gegn fyrir mánaðamót. Herrera hefur á sínum ferli spilað fyrir Real Zaragoza, Manchester United og Paris Saint-Germain auk þess að spila tvo A-landsleiki fyrir Spán eftir að hafa verið lykilmaður í U21 og U20 liðunum.
Athugasemdir