Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   lau 11. janúar 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
PSG leiðir kappið um Kvaratskhelia
Kvaratskhelia og Victor Osimhen voru lykilmenn þegar Napoli vann Ítalíumeistaratitilinn 2023.
Kvaratskhelia og Victor Osimhen voru lykilmenn þegar Napoli vann Ítalíumeistaratitilinn 2023.
Mynd: EPA
Sky á Ítalíu greinir frá því að georgíski kantmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia sé ekki langt frá því að ganga til liðs við franska stórveldið Paris Saint-Germain.

Kvaratskhelia er afar gæðamikill leikmaður sem er stjörnuleikmaður hjá Napoli í ítalska boltanum en vill skipta um félag.

Hann er aðeins 23 ára gamall og hefur komið að 8 mörkum í 19 leikjum með Napoli það sem af er tímabils.

Napoli er reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir 80 milljónir evra en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United, Tottenham og Liverpool á síðustu dögum.

PSG vill ganga frá kaupunum á næstu dögum til að koma í veg fyrir að ensk félög geti stolið leikmanninum á síðustu stundu.
Athugasemdir
banner
banner