Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 24. september 2020 19:11
Baldvin Már Borgarsson
Jói Kalli: Asnalegt að segja það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var sáttur að leikslokum eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvoginum fyrr í dag.

Skagamenn fara uppfyrir HK í Pepsi Max deildinni eftir sigurinn og tylla sér í 7. sætið með 20 stig. Fjölnir situr enn á botni deildarinnar með 6 stig og enga sigra.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Jájá, við vissum að þetta yrði erfiður leikur fyrirfram og ég er virkilega sáttur með þessi þrjú stig sem við fáum en ég er fyrst og fremst sáttur með vinnusemina sem leikmennirnir voru tilbúnir að setja inn í þetta verkefni, þetta var ekki áferðafallegasti fótboltaleikurinn er við vorum klárir að leggja vinnuna í þetta.''

„Við vissum ekki alveg að völlurinn væri svona erfiður að eiga við, hann er ótrúlega sleipur þó hann líti ágætlega út, hann er fljótur að tætast upp og það var erfitt að halda boltanum í jörðinni, fyrstu snertingar hjá mönnum var svolítið að bregðast, við sýndum samt sem áður gæði í mörkunum sem við skorum, snemma leiks skorum við gott mark eftir uppspil svo við kunnum að spila fótbolta til að skapa færi.''


Óttar Bjarni og Viktor Jóns hafa samið aftur við Skagamenn og verða þeir því með liðinu áfram eftir tímabilið, hvernig horfir það við Jóa fyrir framhaldið og næsta tímabil?

„Það eru auðvitað slatti af hlutum sem við getum lagað það sem eftir er af tímabilinu, við munum klárlega vinna í því. Við þurfum að vinna í varnarleiknum og skipulaginu okkar svo við séum ekki að fá á okkur eins mikið af mörkum eins og við höfum verið að fá á okkur, inn í því er svolítil óheppni, þó það sé asnalegt að segja það, þá vorum við einfaldlega klaufar að fá óheppnis mörk á okkur. Við þurfum að nýta tímann að laga það, við höfum verið að skora mikið af mörkum, við skoruðum þrjú mörk hérna í dag þannig að framhaldið er spennandi.''

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Jói Kalli betur fjarveru Viktor og Jóns Gísla, hlutverk Marcusar, framhaldið, næsta ár, Tryggva Hrafn og Stefán Teit ásamt innkaupastefnu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner