Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   fim 24. september 2020 19:11
Baldvin Már Borgarsson
Jói Kalli: Asnalegt að segja það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var sáttur að leikslokum eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvoginum fyrr í dag.

Skagamenn fara uppfyrir HK í Pepsi Max deildinni eftir sigurinn og tylla sér í 7. sætið með 20 stig. Fjölnir situr enn á botni deildarinnar með 6 stig og enga sigra.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Jájá, við vissum að þetta yrði erfiður leikur fyrirfram og ég er virkilega sáttur með þessi þrjú stig sem við fáum en ég er fyrst og fremst sáttur með vinnusemina sem leikmennirnir voru tilbúnir að setja inn í þetta verkefni, þetta var ekki áferðafallegasti fótboltaleikurinn er við vorum klárir að leggja vinnuna í þetta.''

„Við vissum ekki alveg að völlurinn væri svona erfiður að eiga við, hann er ótrúlega sleipur þó hann líti ágætlega út, hann er fljótur að tætast upp og það var erfitt að halda boltanum í jörðinni, fyrstu snertingar hjá mönnum var svolítið að bregðast, við sýndum samt sem áður gæði í mörkunum sem við skorum, snemma leiks skorum við gott mark eftir uppspil svo við kunnum að spila fótbolta til að skapa færi.''


Óttar Bjarni og Viktor Jóns hafa samið aftur við Skagamenn og verða þeir því með liðinu áfram eftir tímabilið, hvernig horfir það við Jóa fyrir framhaldið og næsta tímabil?

„Það eru auðvitað slatti af hlutum sem við getum lagað það sem eftir er af tímabilinu, við munum klárlega vinna í því. Við þurfum að vinna í varnarleiknum og skipulaginu okkar svo við séum ekki að fá á okkur eins mikið af mörkum eins og við höfum verið að fá á okkur, inn í því er svolítil óheppni, þó það sé asnalegt að segja það, þá vorum við einfaldlega klaufar að fá óheppnis mörk á okkur. Við þurfum að nýta tímann að laga það, við höfum verið að skora mikið af mörkum, við skoruðum þrjú mörk hérna í dag þannig að framhaldið er spennandi.''

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Jói Kalli betur fjarveru Viktor og Jóns Gísla, hlutverk Marcusar, framhaldið, næsta ár, Tryggva Hrafn og Stefán Teit ásamt innkaupastefnu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner