Arsenal og West Ham mætast í ensku úrvalsdeildinni á annan í jólum en David Moyes, stjóri West Ham, ræddi við blaðamenn fyrir þennan erfiða leik.
Mikel Arteta og hans menn í Arsenal eru á toppnum með 37 stig og fimm stiga forystu á Manchester City.
West Ham heimsækir Arsenal á mánudag en það vantar nokkra í lið Arsenal. Gabriel Jesus verður frá næstu mánuði og þá verða þeir Reiss Nelson, Oleksandr Zinchenko, Emile Smith Rowe og William Saliba ekki með.
Moyes var spurður að því hvort þetta sé besti tíminn til að mæta Arsenal, en hann var þó ekki alveg sammála því og sérstaklega eftir að Arteta tók við.
„Besti tíminn til að mæta Arsenal var fyrir þremur árum. Liðið hefur gert frábærlega síðan Mikel Arteta kom inn og er búinn að koma liðinu í gang. Hann er búinn að vinna nokkra titla og aðeins synt á móti straumnum þar sem fólk hélt að hann myndi kannski ekki takast þetta,“ sagði Moyes.
„Sem stjóri er það algjör unaður að hafa leikmenn sem fara út í þjálfun og gera svona vel,“ sagði Moyes enn fremur.
Athugasemdir