Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 11:17
Elvar Geir Magnússon
Grindavík sameinast Njarðvík í kvennafótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í gær skrifuðu Njarðvík og Grindavík undir samning um að sameina kvennastarf félaganna.

Grindavík hafnaði í áttunda sæti Lengjudeildar kvenna í sumar en Njarðvík tefldi hinsvegar ekki fram meistaraflokksliði í Íslandsmótinu.

Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur og Brynjar Freyr Garðarsson formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur segjast spenntir fyrir samstarfinu.

„Við erum að fá flottan kjarna af stelpum og þetta mun fleyta báðum liðum áfram. Hér erum við með aðstöðu og umgjörð og vonandi stöðugleika eftir erfiðan tíma," segir Brynjar.

Hér að neðan má sjá spjall við þá og einnig er rætt við leikmennina Tinnu Hrönn Einarsdóttur og Dröfn Einarsdóttur.




Athugasemdir
banner