Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fótbolti.net bikarinn: Selfyssingar meistarar eftir framlengdan leik - Tóku tvennuna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Selfoss 3 - 1 KFA
0-1 Birkir Ingi Óskarsson ('54 )
1-1 Sesar Örn Harðarson ('75 )
2-1 Brynjar Bergsson ('99 )
3-1 Gonzalo Zamorano Leon ('102 )
Lestu um leikinn


Selfoss vann Fótbolti.net bikarinn eftir sigur á KFA í úrslitum á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var í annað sinn sem keppnin er haldin en Víðir vann bikarinn síðasta sumar.

Það var markalaust í hálfleik, bæði lið fengu tækifæri til að skora en KFA var sterkari aðilinn.

KFA náði verðskuldað forystunni snemma í seinni hálfleik þegar Birkir Ingi Óskarsson kom boltanum í netið eftir vel útfærða aukaspyrnnu.

Selfoss sótti í sig veðrið og það skilaði sér þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Sesar Örn Harðarson stýrði boltanum í netið eftir undirbúning Gonzalo Zamorano.

Selfyssingar fengu tækifæri til að klára leikinn í venjulegum leiktíma en það tókst ekki og því var framlengt.

Selfyssingar kláruðu þetta með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla en í bæði skiptin voru markaskorarnir aleinir inn á teignum og fengu frían skalla. KFA fékk tækifæri til að koma sér í leikinn en Eysteinn Ernir Sverrisson bjargaði á línu strax í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar.

Selfyssingar unnu því tvennuna, 2. deild og Fótbolti.net bikarinn.


Athugasemdir
banner
banner