Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mendy hefur skaðleg áhrif - Orðaður við Marseille
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Benjamin Mendy samdi við FC Lorient í Frakklandi í fyrrasumar eftir að ákærur á hendur honum um nauðganir voru felldar niður.

Mendy spilaði 15 leiki og skoraði 2 mörk fyrir Lorient á síðustu leiktíð en hefur ekki komið við sögu á nýju tímabili eftir að Olivier Pantaloni, sem var ráðinn sem nýr þjálfari Lorient í sumar, tók við. Pantaloni telur viðveru Mendy í hópnum hafa neikvæð áhrif og vill losna við hann frá félaginu.

Franska stórveldið Marseille sýndi Mendy áhuga síðasta janúar og gæti verið áhugasamt um að krækja í leikmanninn.

Hann yrði þá liðsfélagi Mason Greenwood sem var einnig ákærður fyrir kynferðis- og ofbeldisbrot, en kærasta hans sá til þess að málið yrði látið niður falla eftir að hún fyrirgaf leikmanninum og byrjaði aftur í sambandi með honum.

Mendy var leikmaður Manchester City þegar meintu nauðgunarmálin áttu sér stað en Greenwood var á mála hjá Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner