Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   mið 25. september 2024 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Lewandowski tryggði sjöunda sigurinn í röð
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Pólska markavélin Robert Lewandowski skoraði eina mark leiksins er Barcelona hélt fullkominni byrjun sinni á spænska deildartímabilinu áfram með sjöunda sigrinum í röð.

Lewandowski skoraði á 19. mínútu leiksins og er þar með kominn með sjö mörk í sjö fyrstu leikjum tímabilsins og er Barcelona á toppi deildarinnar með 21 stig, fjórum stigum meira en ríkjandi meistarar Real Madrid sem eru þó enn taplausir.

Börsungar voru sterkari aðilinn í kvöld en tókst ekki að tvöfalda forystuna gegn Getafe sem fékk sín færi, en tókst ekki að skora.

Girona, spútnik lið síðustu leiktíðar, tók á sama tíma á móti Rayo Vallecano og gerðu liðin markalaust jafntefli.

Heimamenn í Girona voru sterkari aðilinn en þeim tókst ekki að hæfa markrammann í leiknum. Hvorugt lið átti marktilraun sem hæfði rammann í bragðdaufri viðureign.

Girona og Rayo eru um miðja deild, með 8 og 9 stig eftir 7 umferðir. Getafe er í fallsæti með 4 stig.

Barcelona 1 - 0 Getafe
1-0 Robert Lewandowski ('19)

Girona 0 - 0 Rayo Vallecano
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner