Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Alvarez hetja Atlético - Pérez og Lo Celso í stuði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í spænska boltanum í dag og í kvöld þar sem skemmtuninni var að ljúka rétt í þessu með naumum sigri Atlético Madrid á útivelli gegn Celta Vigo.

Heimamenn í Celta voru sterkari aðilinn í bragðdaufum fyrri hálfleik þar sem lítið var um færi.

Síðari hálfleikurinn var jafnari en Julián Alvarez byrjaði á bekknum og var skipt inn á 54. mínútu.

Staðan hélst markalaust allt þar til á lokamínútunum, þegar Alvarez skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Antoine Griezmann.

Lokatölur urðu 0-1 og stekkur Atlético upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri, þar sem liðið er enn taplaust og tveimur stigum á eftir Real Madrid en heilum sex stigum á eftir toppliði Barcelona sem er með fullt hús stiga.

Celta er áfram um miðja deild, með 9 stig eftir 7 umferðir.

Fyrr í dag hafði Villarreal betur á útivelli gegn Espanyol og situr liðið í fjórða sæti, einu stigi á eftir Atlético.

Ayoze Pérez var hetja Villarreal í dag þar sem hann skoraði bæði mörkin í 1-2 sigri. Pérez er kominn með 6 mörk í 7 fyrstu leikjunum á nýju tímabili í efstu deild spænska boltans.

Botnlið Las Palmas gerði að lokum 1-1 jafntefli við Real Betis og er aðeins með þrjú stig eftir sjö umferðir. Betis er um miðja deild eftir jöfnunarmark Giovani Lo Celso, sem er kominn með fjögur mörk í fjórum deildarleikjum það sem af er tímabils.

Celta 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Julian Alvarez ('90 )

Espanyol 1 - 2 Villarreal
1-0 Jofre Carreras ('45 )
1-1 Ayoze Perez ('45 )
1-2 Ayoze Perez ('63 )

Las Palmas 1 - 1 Betis
1-0 Alberto Moleiro ('9 )
1-1 Giovani Lo Celso ('45 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner