Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Liverpool nú með 500 þúsund krónur á mánuði
Andy Carroll.
Andy Carroll.
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Andy Carroll gekk óvænt á dögunum í raðir franska félagsins Bordeaux.

Bordeaux var dæmt niður í fjórðu efstu deild í sumar eftir að hafa farið í gjaldþrot. Félagið á sér ríka sögu en það þurfti að endurstilla allt hjá félaginu eftir gjaldþrotið.

Carroll, sem er 35 ára, er fyrrum leikmaður Newcastle, West Ham, Liverpool og enska landsliðsins.

Hann ræddi við RMC Sport um félagaskipti sín til Bordeaux en hann er með 3500 evrur í mánaðarlaun hjá félaginu. Það eru rúmar 550 þúsund íslenskar krónur.

„Ég elska fótbolta og þetta var tækifæri fyrir mig til að spila fyrir stórt félag í Frakklandi," segir Carroll en laun hans eru í raun fáránleg miðað við að hann hafi spilað lengi í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu.

Er hann var spurður frekar út í launin, þá sagði hann: „Þetta er bara af því að ég elska fótbolta."

„Ef ég á að vera hreinskilinn, þá er ég að borga með mér til að spila fyrir Bordeaux. En ég elska fótbolta og það gerir mig ánægðan að spila fótbolta. Ég vil vera hluti af sögu þessa félags og peningar skipta mig ekki máli. Ferilinn minn hefur aldrei snúist um peninga," segir Carroll sem ætlar sér að hjálpa Bordeaux að rísa á ný.
Athugasemdir
banner