Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í deildabikarnum: Tottenham tekur á móti Man City
Stefán Teitur fær Arsenal í heimsókn
Mynd: Getty Images
Mynd: Preston
Búið er að draga í 16-liða úrslit enska deildabikarsins og eru mögulega þrír stórleikir á dagskrá.

Stærsti slagurinn fer fram á Tottenham Hotspur Stadium þar sem Tottenham tekur á móti Manchester City, en Brighton á einnig heimaleik við Liverpool sem gæti orðið afar áhugaverður.

Chelsea dróst þá á útivelli gegn sigurvegaranum úr viðureign AFC Wimbledon og Newcastle, sem þurfti að fresta vegna ónothæfs heimavallar hjá Wimbledon.

Manchester United fékk heimaleik gegn Leicester City á meðan Arsenal heimsækir Stefán Teit Þórðarson og félaga í Preston.

Aston Villa tekur á móti Crystal Palace í úrvalsdeildarslag og þá eiga Brentford og Southampton heimaleiki gegn Sheffield Wednesday og Stoke City.

Leikirnir hafa allir verið settir á vikuna sem hefst 28. október.

16-liða úrslit
Brentford - Sheffield Wednesday
Southampton - Stoke
Tottenham - Manchester City
Wimbledon/Newcastle - Chelsea
Manchester United - Leicester
Brighton - Liverpool
Preston - Arsenal
Aston Villa - Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner