Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Napoli skoraði fimm - Birkir úr leik
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í ítalska bikarnum í dag þar sem Monza og Napoli unnu heimaleiki gegn B-deildarliðum Brescia og Palermo.

Monza vann 3-1 gegn Brescia þar sem hinn 36 ára gamli Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður.

Cyril Ngonge og David Neres voru þá atkvæðamestir í stórsigri Napoli gegn Palermo, þar sem Ngonge skoraði tvennu á meðan Neres skoraði og lagði upp í fimm marka sigri.

Bæði lið eru því komin í 16-liða úrslit þar sem Monza heimsækir Bologna á meðan Napoli kíkir til Lazio.

Aðeins þrjú B-deildarlið eru komin í 16-liða úrslitin í ár. Þau eru Sampdoria, Sassuolo og Cesena.

Napoli 5 - 0 Palermo
1-0 Cyril Ngonge ('7 )
2-0 Cyril Ngonge ('12 )
3-0 Juan Jesus ('42 )
4-0 David Neres ('70 )
5-0 Scott McTominay ('77 )
Rautt spjald: Aljosa Vasic, Palermo ('59)

Monza 3 - 1 Brescia
1-0 Giorgos Kyriakopoulos ('5 )
2-0 Matteo Pessina ('11 )
3-0 Gianluca Caprari ('40 , víti)
3-1 Patrick Nuamah ('68 )
Athugasemdir
banner
banner
banner