Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Mikil vonbrigði en ef við komumst upp þá skiptir það nákvæmlega engu máli"
Lengjudeildin
'Ég var að spila kviðslitinn og með rifinn liðþófa eiginlega allt síðasta sumar'
'Ég var að spila kviðslitinn og með rifinn liðþófa eiginlega allt síðasta sumar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Trúin var alltaf til staðar'
'Trúin var alltaf til staðar'
Mynd: Raggi Óla
'Ég ætla ekki að skauta framhjá því að þetta sumar hefur mikið vonbrigða sumar'
'Ég ætla ekki að skauta framhjá því að þetta sumar hefur mikið vonbrigða sumar'
Mynd: Raggi Óla
Arnór Gauti Ragnarsson átti virkilega gott tímabil með Aftureldingu á síðasta tímabili, skoraði 12 mörk í 22 leikjum í deildarkeppni Lengjudeildarinnar en í ár skoraði hann einungis eitt mark í 15 leikjum.

Arnór Gauti er 27 ára framherji sem spilaði kviðslitinn og með rifinn liðþófa stóran hluta síðasta tímabils og þurfti að fara í aðgerð í vetur. Hann var ekki orðinn heill heilsu þegar tímabilið hófst en er núna byrjaður að ná takti.

Tímasetningin er góð fyrir Aftureldingu því framundan er úrslitaleikur gegn Keflavík um sæti í Bestu deildinni á næsta ári.

„Ég ætla ekki að skauta framhjá því að þetta sumar hefur mikið vonbrigða sumar. Ég var að spila kviðslitinn og með rifinn liðþófa eiginlega allt síðasta sumar. Aðgerðin sem ég fór í vetur á hnénu var mun stærri en ég bjóst við og ég var mun lengur að koma til baka en ég bjóst við. Ég lenti fjórum sinnum í því að fá bakslag, náði því engum takti. Ég var að fá mínútur í uppbótartíma, í lok leikja," segir Arnór Gauti.

„Mér líður vel núna, búinn að spila síðustu þrjá leiki. Það þýðir ekki að dvelja á þessu eitthvað. Það er stór leikur á laugardaginn sem maður er að hugsa um. En þetta tímabil er búið að vera mikil vonbrigði hingað til en ef við komumst upp þá skiptir það nákvæmlega engu máli."

Héldu alltaf trú
Afturelding byrjaði ekki vel á tímabilinu, erfiðlega gekk að ná í stig. Eftir að hafa misst toppsætið frá sér í lok síðasta tímabils í fyrra og tapað í úrslitaleik umspilsins, hugsaði þá Arnór einhvern tímann að þetta væri farið frá þeim í sumar, að vonin um Bestu deildina 2025 væri farin eftir erfiða byrjun?

;,Nei, og ég held það sé ekki leikmaður í þessu liði sem missti einhvern tímann trú. Auðvitað var okkur spáð beint upp og maður vissi ekki alveg hvað var í gangi í upphafi sumars. En það sem skóp þetta [góðan enda á tímabilinu] var trú í allt sumar, einn leikur í einu og áfram gakk. Trúin var alltaf til staðar," segir framherjinn.

Úrslitaleikurinn gegn Keflavík fer fram á Laugardalsvelli og verður flautaður á klukkan 14:00 á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner