Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   mið 25. september 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Vorum án De Bruyne og Haaland á löngum köflum en unnum samt"
Guardiola hefur miklar mætur á Rodri, sem er talinn til allra bestu miðjumanna heimsfótboltans í dag.
Guardiola hefur miklar mætur á Rodri, sem er talinn til allra bestu miðjumanna heimsfótboltans í dag.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, viðurkennir að það er gríðarlegur missir fyrir liðið að missa spænska miðjumanninn Rodri í meiðsli.

Rodri verður frá næstu mánuðina og þarf Man City að aðlagast því að vera án besta miðjumanns í heimi í byrjunarliðinu. Guardiola hefur ekki miklar áhyggjur af því.

„Við munum finna lausn. Þegar einn leikmaður er svona gæðamikill þá þarf allt liðið að fylla í skarðið fyrir hann, og ég veit að við munum gera það," sagði Guardiola.

„Við gerðum það á síðustu leiktíð þegar við misstum Erling í meiðsli í þrjá mánuði og vorum svo án De Bruyne í fimm mánuði en unnum samt úrvalsdeildina."

Englandsmeistarar Man City eru á toppi úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir fyrstu 5 umferðirnar á nýju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner