Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   mið 25. september 2024 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Sveindís vann í Íslendingaslag - Þægilegt fyrir Vålerenga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það voru þrjár íslenskar fótboltakonur sem tóku þátt í leikjum dagsins í forkeppni fyrir Meistaradeild Evrópu. Leikir dagsins voru úrslitaleikir um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og því gríðarlega mikið undir.

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem tók á móti Alexöndru Jóhannsdóttur og stöllum í Fiorentina.

Liðin mættust í áhugaverðum Íslendingaslag en Wolfsburg var talsvert sterkari aðilinn og vann leikinn 5-0.

Sveindís lék allan leikinn og lagði síðasta markið upp fyrir Tabea Wassmuth á 89. mínútu.

Wolfsburg hafði unnið fyrri leikinn 0-7 í Flórens og fer því auðveldlega áfram í riðlakeppnina.

Sædís Rún Heiðarsdóttir kom þá inn af bekknum í flottum sigri Vålerenga gegn Anderlecht frá Belgíu, þar sem norska stórveldið vann samanlagt 5-1 eftir sigur í fyrri leiknum ytra.

Vålerenga vann 3-0 í kvöld til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Wolfsburg 5 - 0 Fiorentina (12-0 samanlagt)
1-0 Fenna Kalma ('3)
1-0 Lynn Wilms, misnotað víti ('16)
2-0 Vivien Endemann ('33)
3-0 Vivien Endemann ('49)
4-0 Jule Brand ('77)
5-0 Tabea Wassmuth ('89)

Valerenga 3 - 0 Anderlecht (5-1 samanlagt)
1-0 Thea Bjelde ('70)
2-0 Janni Thomsen ('75)
3-0 Karina Sævik ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner