Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   mið 25. september 2024 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Twente náði jafntefli á Old Trafford
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru níu leikir fram í fyrstu umferð í nýrri deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld, þar sem Manchester United tók á móti FC Twente frá Hollandi.

FC Twente er uppeldisfélag Erik ten Hag þjálfara Man Utd og sagðist hann í viðtali fyrir leik vera hryggur yfir því að þurfa að meiða félagið sem hann elskar. Það tókst þó ekki í kvöld, þar sem Christian Eriksen var í aðalhlutverki í 1-1 jafntefli.

Eriksen tók forystuna fyrir heimamenn með glæsilegu skoti í fyrri hálfleik en gerðist svo sekur um að tapa boltanum á afar slæmum stað til að gefa Sam Lammers jöfnunarmarkið í síðari hálfleik.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Rauðu djöflarnir voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Þeir fengu tækifæri til að sigra leikinn en nýttu ekki og fá því eitt stig úr þessum slag.

Á sama tíma gerði Real Sociedad 1-1 jafntefli á útivelli gegn OGC Nice, þar sem Orri Steinn Óskarsson fékk að spila síðustu 15 mínúturnar en tókst ekki að hafa úrslitaáhrif á leikinn.

Elías Rafn Ólafsson varði þá mark Midtjylland sem tók á móti þýska Bundesliga félaginu Hoffenheim og leiddu heimamenn 1-0 í leikhlé, en lokatölur urðu 1-1. Hinn 18 ára gamli Max Moerstedt gerði jöfnunarmark Hoffenheim á 90. mínútu.

Viðureignin var nokkuð jöfn þar sem lítið reyndi þó á Elías Rafn á milli stanganna. Svekkjandi fyrir Midtjylland að taka ekki öll stigin þrjú gegn sterkum andstæðingum.

Lazio skoraði þá þrjú mörk á útivelli gegn Dynamo Kyiv á meðan Galatasaray lagði PAOK að velli.

Boulaye Dia setti tvennu í sigri Lazio á meðan Victor Osimhen gaf stoðsendingu og Mauro Icardi skoraði í sigri Galatasaray.

Anderlecht lagði þá Ferencvaros að velli á meðan Slavia Prag sigraði gegn Ludogorets.

Dynamo K. 0 - 3 Lazio
0-1 Boulaye Dia ('5 )
0-2 Fisayo Dele-Bashiru ('34 )
0-3 Boulaye Dia ('35 )
Rautt spjald: ,Maksym Bragaru, Dynamo K. ('72)
Rautt spjald: Tijjani Noslin, Lazio ('82)

Midtjylland 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Dario Osorio ('42 )
1-1 Max Moerstedt ('90 )

Galatasaray 3 - 1 PAOK
1-0 Abdul Rahman Baba ('48 , sjálfsmark)
1-1 Giannis Konstantelias ('67 )
2-1 Yunus Akgun ('76 )
3-1 Mauro Icardi ('90 )

Ludogorets 0 - 2 Slavia Praha
0-1 Matej Jurasek ('37 )
0-2 Mojmir Chytil ('65 )

Manchester Utd 1 - 1 Twente
1-0 Christian Eriksen ('35 )
1-1 Sam Lammers ('68 )

Nice 1 - 1 Real Sociedad
0-1 Ander Barrenetxea ('18 )
1-1 Pablo Rosario ('45 )
1-1 Evann Guessand ('55 , Misnotað víti)

Anderlecht 2 - 1 Ferencvaros
1-0 Yari Verschaeren ('60 )
2-0 Kasper Dolberg ('66 , víti)
2-1 Adama Traore ('86 )
Rautt spjald: Nilson Angulo, Anderlecht ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner