Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Getum ekki bara kennt Eriksen um
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Erik ten Hag svaraði spurningum eftir 1-1 jafntefli Manchester United á heimavelli gegn hollenska félaginu FC Twente, sem er uppeldisfélag Ten Hag, í fyrstu umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Síðustu níu Evrópuleikir Man Utd hafa verið slæmir þar sem liðið er aðeins búið að sigra einn þeirra (gegn FC Kaupmannahöfn), gera þrjú jafntefli og tapa fimm.

„Það var augljóst að þetta var leikur lífsins fyrir þá. Þeir börðust fyrir hverjum einasta sentimeter á vellinum á meðan við gerðum það ekki. Það er ekki nóg að gefa 99% í þetta, við verðum að gefa 100% í alla leiki, alltaf," sagði Ten Hag svekktur að leikslokum.

„Við vorum með 1-0 forystu og áttum að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Við þurfum að nýta færin okkar betur en það er ekki eina vandamálið okkar, við þurfum að laga hugarfarið hjá okkur.

„Við erum mjög metnaðarfullt félag og liðið þarf að sýna þann metnað í verki. Það er eitthvað sem við gerðum ekki í dag og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Við vorum alltof kærulausir og kláruðum ekki þennan leik sem við höfðum góða stjórn á. Við héldum þeim lifandi með því að skora ekki annað mark."


Ten Hag er ekki sáttur með vinnuframlag sinna manna og þá sérstaklega ekki með markið sem Rauðu djöflarnir fengu á sig í tapinu. Christian Eriksen tapaði boltanum á slæmum stað til að gefa Sam Lammers dauðafæri, en Ten Hag bendir á að aðrir leikmenn hafi einnig gerst sekir um vond mistök í aðdraganda marksins.

„Það er ýmislegt sem við þurfum að laga eins og markið sem við fengum á okkur. Það er ekki hægt að kenna einungis Christian um þetta mark, við gerðum slæm mistök á nokkrum stöðum. Hvernig stendur á því að hægri bakvörður andstæðinganna getur hlaupið í gegnum miðjuna okkar án þess að mæta mótspyrnu?"
Athugasemdir
banner
banner
banner