Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Meistardeild kvenna: Amanda lagði upp í sigri - Juve sló PSG úr leik
Mynd: Twente
Mynd: EPA
Amanda Jacobsen Andradóttir byrjaði á bekknum hjá FC Twente í þægilegum sigri gegn Osijek frá Króatíu í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Twente hafði unnið fyrri leikinn 1-4 á útivelli og var staðan 3-0 í leikhlé í dag.

Amanda lagði upp fjórða mark Twente skömmu eftir innkomu sína í hálfleik og urðu lokatölur 4-0, eða 8-1 samanlagt.

Það fóru fleiri leikir fram í dag þar sem austurríska félagið St. Pölten tryggði sér sæti í riðlakeppninni með sigri gegn Mura í Slóveníu á meðan Juventus gerði sér lítið fyrir og sigraði Paris Saint-Germain í París til að slá franska stórveldið úr leik.

Juve hafði unnið fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og spilaði flottan leik á útivelli til að tryggja sig í riðlakeppnina, samanlagt 5-2 sigur.

Að lokum tryggði ítalska stórveldið Roma sig í riðlakeppnina með stórsigri gegn Servette frá Sviss.

Twente 4 - 0 Osijek (8-1 samanlagt)

PSG 1 - 2 Juventus (2-5 samanlagt)

Servette 2 - 7 Roma (3-10 samanlagt)

Mura 0 - 5 St. Polten (0-8 samanlagt)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner