Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Ajax rúllaði yfir Besiktas - Jafnt í Róm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn af bekknum á 66. mínútu er Ajax vann sannfærandi sigur gegn tyrkneska stórveldinu Besiktas í fyrstu umferð í nýrri deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Staðan var orðin 3-0 fyrir Ajax þegar Kristian kom inná og urðu lokatölur 4-0 í leik þar sem heimamenn sýndu mikla yfirburði.

Hinn 19 ára gamli Mika Godts var atkvæðamestur með tvennu í sigrinum en Kian Fitz-Jim og Kenneth Taylor komust einnig á blað í sigrinum. Brian Brobbey og Bertrand Traoré áttu stoðsendingar.

Það fóru nokkrir leikir fram í kvöld en stærsti slagurinn var á milli AS Roma og Athletic Bilbao í Róm, þar sem heimamenn leiddu 1-0 í hálfleik en lokatölur urðu 1-1.

Artem Dovbyk tók forystuna fyrir Roma í fyrri hálfleik en Aitor Paredes jafnaði fyrir gestina á lokakaflanum.

Fyrrum Evrópudeildarmeistarar Eintracht Frankfurt gerðu þá 3-3 jafntefli á heimavelli gegn tékkneska félaginu Viktoria Plzen, þar sem tékknesku gestirnir voru tveimur mörkum undir allt þar til á 86. mínútu. Óvænt úrslit í Frankfurt.

Braga lagði þá Maccabi Tel Aviv að velli í Portúgal á meðan Lyon sigraði Olympiakos og Steaua Bucharest vann gegn RFS frá Lettlandi.

Viðureign Tottenham gegn Qarabag er enn í gangi, þar sem tíu leikmenn Tottenham leiða með þremur mörkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner