Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 26. september 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Telur Heimi hafa tekið glórulausa ákvörðun
Daði Freyr kom inn í markið í stað Sindra.
Daði Freyr kom inn í markið í stað Sindra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson.
Sindri Kristinn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Freyr Arnarsson hefur varið mark FH síðustu tvo leiki en Heimir Guðjónsson, þjálfari Hafnarfjarðarliðsins, ákvað að setja Sindra Kristin Ólafsson á bekkinn eftir 0-3 tap gegn Stjörnunni á fyrsta degi mánaðarins.

Daði gerði slæm mistök í 3-3 jafntefli gegn Fram og hefur svo verið gagnrýndur eftir 3-0 tap gegn Víkingi í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

„Þessi ákvörðun Heimis Guðjónssonar að setja Daða Frey í markið í síðustu leikjum er í besta falli glórulaus. Óskiljanlegt í raun," skrifar Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, á samfélagsmiðlinum X.

Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður FH, segir að Hafnarfjarðarliðið eigi að reyna að fá Halldór Snæ Georgsson markvörð Fjölnis.

„Ég veit um markmann fyrir FH. Hann heitir Halldór Snær og er í Fjölni. Þar er líka miðvörður sem heitir Baldvin Berndsen, ekki sofa á honum," skrifar Magnús.

Eins og það væri slökkt á þeim
FH hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þrátt fyrir 3-0 tapið gegn Víkingi í gær sagðist Heimir ánægður með frammistöðu síns liðs og að Daði hefði að sínu mati staðið sig vel í leikjunum tveimur. FH hefur tapað í ellefu síðustu viðureignum sínum gegn Víkingi.

Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, var ekki eins hrifinn af frammistöðu FH og þjálfarinn.

„Mér fannst Bjarni Guðjón og Björn Daníel býsna slakir á miðsvæðinu í dag og voru alls ekki að tengja í leiknum. Það var eins og það var slökkt á þeim í leiknum og þá sérstaklega Bjarna," skrifaði Sölvi í skýrslu sína og nefnir einnig Daða markvörð.

„Átti svo sannarlega að verja seinasta markið og hefur fengið sex mörk á sig í þessum tveimur leikjum sem hann hefur fengið traustið í."



Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner