Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   mið 25. september 2024 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Hammarby sló Benfica út - Galatasaray fyrsta tyrkneska liðið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru fjórir leikir fram í forkeppni Meistaradeildar kvenna í kvöld þar sem leikið var til úrslita um sæti í riðlakeppninni.

Síðustu tveimur leikjunum er lokið og litu óvænt úrslit dagsins ljós, þar sem Galatasaray varð fyrsta tyrkneska félagið í sögunni til að komast í riðlakeppnina.

Galatasaray heimsótti Slavia Prag til Tékklands eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi en í dag gerðu liðin aftur 1-1 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar.

Slavia Prag var sterkari aðilinn í framlengingunni en Nazlican Parlak skoraði eina markið til að tryggja sögulegan sigur fyrir Galatasaray.

Hammarby sló þá portúgalska stórveldið Benfica úr leik þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leik liðanna á heimavelli.

Liðin mættust í Portúgal í kvöld og var afar lítið um færi, en þær sænsku höfðu betur að lokum. Hammarby átti tvær marktilraunir í leiknum sem hæfðu rammann og skoraði tvö mörk, seinna markið á 95. mínútu.

Julie Blakstad og Cathinka Tandberg gerðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum til að slá Benfica út.

Slavia Prag 1 - 2 Galatasaray
1-0 Eda Karatas ('31, sjálfsmark)
1-1 Arzu Karabulut ('50)
1-2 Nazlican Parlak ('100)

Benfica 0 - 2 Hammarby
0-1 Julie Blakstad ('16)
0-2 Cathinka Tandberg ('95)
Athugasemdir
banner
banner