Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   mið 25. september 2024 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Diogo Jota og Cody Gakpo rústuðu West Ham
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Liverpool 5 - 1 West Ham
0-1 Jarell Quansah ('21, sjálfsmark)
1-1 Diogo Jota ('25)
2-1 Diogo Jota ('49)
3-1 Mohamed Salah ('74)
4-1 Cody Gakpo ('90)
5-1 Cody Gakpo ('93)
Rautt spjald: Edson Alvarez, West Ham ('76)

Liverpool tók á móti West Ham United í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld og lentu heimamenn undir í fyrri hálfleik þegar Jarell Quansah varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark með hælnum eftir hornspyrnu.

Diogo Jota fékk aftur tækifæri með byrjunarliði Liverpool eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni og jafnaði hann metin á 25. mínútu, en staðan var 1-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Heimamenn mættu talsvert grimmari til leiks í síðari hálfleik og tóku stjórn á leiknum. Diogo Jota tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og skömmu síðar kom Mohamed Salah inn af bekknum til að tvöfalda forystuna.

Edson Álvarez, miðjumaður West Ham, fékk seinna gula spjaldið sitt á 76. mínútu og bætti Cody Gakpo tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútunum.

Lokatölur 5-1 fyrir Liverpool sem er komið áfram í næstu umferð deildabikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner