Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
banner
   fim 26. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel okkur. Það er helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum. Við erum allir mjög spenntir fyrir því," segir Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, við Fótbolta.net.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

„Þessi keppni er frábær viðbót. Það er geggjað að fá að spila fram í lok september og sérstaklega hérna á þessum velli. Við erum vel gíraðir í þetta."

Selfoss féll úr Lengjudeildinni í fyrra en liðið hefur átt frábært sumar núna og fór beint aftur upp.

„Þetta var geggjað sumar. Við tókum aðeins til og það var mikið af breytingum í liðinu, þjálfarateymi og umgjörð. Við komum virkilega vel inn í þetta tímabil eftir vonbrigði síðasta tímabils. Þetta var akkúrat eins og við vorum búnir að áætla. Við ætluðum okkur líka hingað."

Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi fyrir tímabilið og hann hefur gert góða hluti.

„Hann kann þetta, þvílík reynsla. Það var frábært að fá svona þjálfara inn," segir Aron.

Mikil stemning í Selfyssingum
Stuðningsfólk Selfyssinga ætla að koma saman í miðbænum á Selfossi fyrir leik, áður en haldið verður á Laugardalsvöll. Dagskráin hefst klukkan 16 og hentar öllum aldurshópum. Andlitsmálun og candyfloss fyrir börnin, Magnús Kjartan mætir með gítarinn og það verður tilboð á drykk og mat. Þá verður boðið upp á fríar rútuferðir frá miðbæmum klukkan 17:30.

„Það er alvöru dagskrá í miðbænum. Við vonum að við fáum bæjarfélagið á bak við okkur. Við vonumst eftir að sjá sem flesta. Það er okkar heitasta von," sagði Aron að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner