Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fim 26. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel okkur. Það er helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum. Við erum allir mjög spenntir fyrir því," segir Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, við Fótbolta.net.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

„Þessi keppni er frábær viðbót. Það er geggjað að fá að spila fram í lok september og sérstaklega hérna á þessum velli. Við erum vel gíraðir í þetta."

Selfoss féll úr Lengjudeildinni í fyrra en liðið hefur átt frábært sumar núna og fór beint aftur upp.

„Þetta var geggjað sumar. Við tókum aðeins til og það var mikið af breytingum í liðinu, þjálfarateymi og umgjörð. Við komum virkilega vel inn í þetta tímabil eftir vonbrigði síðasta tímabils. Þetta var akkúrat eins og við vorum búnir að áætla. Við ætluðum okkur líka hingað."

Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi fyrir tímabilið og hann hefur gert góða hluti.

„Hann kann þetta, þvílík reynsla. Það var frábært að fá svona þjálfara inn," segir Aron.

Mikil stemning í Selfyssingum
Stuðningsfólk Selfyssinga ætla að koma saman í miðbænum á Selfossi fyrir leik, áður en haldið verður á Laugardalsvöll. Dagskráin hefst klukkan 16 og hentar öllum aldurshópum. Andlitsmálun og candyfloss fyrir börnin, Magnús Kjartan mætir með gítarinn og það verður tilboð á drykk og mat. Þá verður boðið upp á fríar rútuferðir frá miðbæmum klukkan 17:30.

„Það er alvöru dagskrá í miðbænum. Við vonum að við fáum bæjarfélagið á bak við okkur. Við vonumst eftir að sjá sem flesta. Það er okkar heitasta von," sagði Aron að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner