Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
   fim 26. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel okkur. Það er helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum. Við erum allir mjög spenntir fyrir því," segir Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, við Fótbolta.net.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

„Þessi keppni er frábær viðbót. Það er geggjað að fá að spila fram í lok september og sérstaklega hérna á þessum velli. Við erum vel gíraðir í þetta."

Selfoss féll úr Lengjudeildinni í fyrra en liðið hefur átt frábært sumar núna og fór beint aftur upp.

„Þetta var geggjað sumar. Við tókum aðeins til og það var mikið af breytingum í liðinu, þjálfarateymi og umgjörð. Við komum virkilega vel inn í þetta tímabil eftir vonbrigði síðasta tímabils. Þetta var akkúrat eins og við vorum búnir að áætla. Við ætluðum okkur líka hingað."

Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi fyrir tímabilið og hann hefur gert góða hluti.

„Hann kann þetta, þvílík reynsla. Það var frábært að fá svona þjálfara inn," segir Aron.

Mikil stemning í Selfyssingum
Stuðningsfólk Selfyssinga ætla að koma saman í miðbænum á Selfossi fyrir leik, áður en haldið verður á Laugardalsvöll. Dagskráin hefst klukkan 16 og hentar öllum aldurshópum. Andlitsmálun og candyfloss fyrir börnin, Magnús Kjartan mætir með gítarinn og það verður tilboð á drykk og mat. Þá verður boðið upp á fríar rútuferðir frá miðbæmum klukkan 17:30.

„Það er alvöru dagskrá í miðbænum. Við vonum að við fáum bæjarfélagið á bak við okkur. Við vonumst eftir að sjá sem flesta. Það er okkar heitasta von," sagði Aron að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner