Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Arsenal kom til baka - Þægilegt fyrir Man City
Mynd: Arsenal
Khadija Shaw setti tvennu í sigri Man City í kvöld.
Khadija Shaw setti tvennu í sigri Man City í kvöld.
Mynd: EPA
Síðustu leikjunum er lokið í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem ensku stórveldin Arsenal og Manchester City tryggðu sér bæði þátttökurétt í riðlakeppninni.

Arsenal tók á móti BK Häcken frá Svíþjóð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0 á útivelli.

Þetta var því gríðarlega mikilvægur slagur í kvöld og gerðu heimakonur sér lítið fyrir og unnu leikinn þægilega og verðskuldað, 4-0.

Man City tók þá á móti Paris FC, sem reyndist spútnik liðið í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra og sló út nokkur stórlið á leið sinni í riðlakeppnina.

City lenti ekki í neinum erfiðleikum og vann 3-0 eftir að hafa sigrað fyrri leikinn með fimm marka mun í París. Samanlagður 8-0 sigur fyrir City, sem endaði í öðru sæti í ensku deildinni á markatölu á síðustu leiktíð.

Skoska stórveldið Celtic er þá búið að tryggja sér sæti í riðlakeppninni ásamt Real Madrid, sem fékk aðeins eitt stig í riðlinum sínum í fyrra.

Arsenal 4 - 0 Hacken (4-1 samanlagt)
1-0 Lia Waiti ('24)
2-0 Mariona Caldentey ('40)
3-0 Bethany Mead ('50)
4-0 Frida Leonhardsen-Maanum ('78)

Man City 3 - 0 Paris FC (8-0 samanlagt)
1-0 Chloe Kelly ('2)
2-0 Khadija Shaw ('31)
3-0 Khadija Shaw ('65, víti)

Celtic 2 - 0 Vorskla Poltava (3-0 samanlagt)
1-0 E. Lawton ('52)
2-0 M. Agnew ('63)

Real Madrid 3 - 1 Sporting CP (5-2 samanlagt)
0-1 A. Capeta ('5)
1-1 S. Toletti ('7)
2-1 S. Toletti ('51)
3-1 A. Redondo ('94)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner