Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Tíu leikmenn Tottenham tóku Qarabag í kennslustund
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham 3 - 0 Qarabag
1-0 Brennan Johnson ('12)
2-0 Pape Sarr ('53)
2-0 Toral Bayramov ('58, misnotað víti)
3-0 Dominic Solanke ('68)
Rautt spjald: Radu Dragusin, Tottenham ('8)

Tottenham og Qarabag áttust við í síðasta leik kvöldsins í fyrstu umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn átti að hefjast á sama tíma og aðrir leikir kvöldsins en honum þurfti að fresta um rétt rúman hálftíma vegna stórfelldra vandræða með yfirborðsumferð í London í dag.

Leikurinn byrjaði illa fyrir heimamenn í Tottenham sem misstu Radu Dragusin af velli með rautt spjald strax á áttundu mínútu eftir að hann missti boltann klaufalega frá sér og braut svo af sér sem aftasti varnarmaður.

Ítalinn Destiny Udogie kom inn í hans stað og átti eftir að eiga frábæran leik og tóku tíu leikmenn Tottenham forystuna skömmu síðar. Brennan Johnson skoraði þá laglegt mark eftir góða sendingu frá Dominic Solanke.

Gestirnir frá Aserbaídsjan fengu góð færi í leiknum en áttu í miklum vandræðum með að skora framhjá funheitum Guglielmo Vicario sem var eins og köttur á milli stanga heimamanna.

Pape Matar Sarr tvöfaldaði forystu Tottenham eftir hornspyrnu snemma í síðari hálfleik og fékk Toral Bayramov vítaspyrnu til að minnka muninn fyrir Qarabag en skaut yfir.

Dominic Solanke innsiglaði loks sigur Spurs með þriðja markinu á 68. mínútu eftir góðan undirbúning frá Son Heung-min.

Qarabag tókst ekki að minnka muninn þrátt fyrir tilraunir og urðu lokatölur 3-0 þar sem færanýting Tottenham gerði gæfumuninn gegn andstæðingum sem léku næstum allan tímann einum leikmanni fleiri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner