Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
   fim 26. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera langt sumar og það hefur verið kaflaskipt. Þetta er eitthvað til að vinna, það gæti bjargað sumrinu alveg," sagði Arek Grzelak, fyrirliði KFA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

KFA náði ekki sínum markmiðum í 2. deildinni og komst liðið ekki upp, en á morgun er möguleiki til að enda sumarið á góðum nótum.

„Ég hef trú á mínu liði og við komum fullir sjálfstrausts til að vinna þennan leik. Það er alveg klárt," segir Arek.

„Við erum með mjög ungan hóp og það er kannski gott fyrir okkur að vera eitt ár í viðbót í 2. deild. Þá erum við miklu tilbúnari að fara upp um deild á næsta ári. Ég held að það sé það jákvæðasta. Sumarið var eiginlega byggt upp á heimamönnum. Það er bara jákvætt og uppbyggilegt."

Beðið eftir þessu alla vikuna
Arek var í banni í undanúrslitunum gegn Tindastóli og segir hann að það hafi verið erfitt að horfa á þann leik úr stúkunni. Hann er spenntur fyrir því að stíga inn á Laugardalsvöll með liðsfélögum sínum annað kvöld.

„Sumarið fór eins og það fór. Þá er gott að fá þennan leik og sanna það að við erum nógu góðir til að fara alla leið á næsta ári. Ég er mjög spenntur að spila á Laugardalsvelli. Maður er búinn að bíða alla vikuna eftir þessu og þetta er loksins að koma. Hópurinn keyrði saman í bæinn í gær. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og ég hef bullandi trú á okkar mönnum. Við erum komnir hingað til að vinna," segir Arek.

Hann vonast eftir góðum stuðningi úr stúkunni á morgun.

„Það er fullt af Austfirðingum fyrir sunnan og svo veit ég að það er fólk að koma að austan til að horfa á þennan leik. Það verður stemning. Austfirðingar kunna að skemmta sér, það er bara þannig," sagði Arek að lokum.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner