Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
banner
   fim 26. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera langt sumar og það hefur verið kaflaskipt. Þetta er eitthvað til að vinna, það gæti bjargað sumrinu alveg," sagði Arek Grzelak, fyrirliði KFA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

KFA náði ekki sínum markmiðum í 2. deildinni og komst liðið ekki upp, en á morgun er möguleiki til að enda sumarið á góðum nótum.

„Ég hef trú á mínu liði og við komum fullir sjálfstrausts til að vinna þennan leik. Það er alveg klárt," segir Arek.

„Við erum með mjög ungan hóp og það er kannski gott fyrir okkur að vera eitt ár í viðbót í 2. deild. Þá erum við miklu tilbúnari að fara upp um deild á næsta ári. Ég held að það sé það jákvæðasta. Sumarið var eiginlega byggt upp á heimamönnum. Það er bara jákvætt og uppbyggilegt."

Beðið eftir þessu alla vikuna
Arek var í banni í undanúrslitunum gegn Tindastóli og segir hann að það hafi verið erfitt að horfa á þann leik úr stúkunni. Hann er spenntur fyrir því að stíga inn á Laugardalsvöll með liðsfélögum sínum annað kvöld.

„Sumarið fór eins og það fór. Þá er gott að fá þennan leik og sanna það að við erum nógu góðir til að fara alla leið á næsta ári. Ég er mjög spenntur að spila á Laugardalsvelli. Maður er búinn að bíða alla vikuna eftir þessu og þetta er loksins að koma. Hópurinn keyrði saman í bæinn í gær. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og ég hef bullandi trú á okkar mönnum. Við erum komnir hingað til að vinna," segir Arek.

Hann vonast eftir góðum stuðningi úr stúkunni á morgun.

„Það er fullt af Austfirðingum fyrir sunnan og svo veit ég að það er fólk að koma að austan til að horfa á þennan leik. Það verður stemning. Austfirðingar kunna að skemmta sér, það er bara þannig," sagði Arek að lokum.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner