Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
banner
   fim 26. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera langt sumar og það hefur verið kaflaskipt. Þetta er eitthvað til að vinna, það gæti bjargað sumrinu alveg," sagði Arek Grzelak, fyrirliði KFA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

KFA náði ekki sínum markmiðum í 2. deildinni og komst liðið ekki upp, en á morgun er möguleiki til að enda sumarið á góðum nótum.

„Ég hef trú á mínu liði og við komum fullir sjálfstrausts til að vinna þennan leik. Það er alveg klárt," segir Arek.

„Við erum með mjög ungan hóp og það er kannski gott fyrir okkur að vera eitt ár í viðbót í 2. deild. Þá erum við miklu tilbúnari að fara upp um deild á næsta ári. Ég held að það sé það jákvæðasta. Sumarið var eiginlega byggt upp á heimamönnum. Það er bara jákvætt og uppbyggilegt."

Beðið eftir þessu alla vikuna
Arek var í banni í undanúrslitunum gegn Tindastóli og segir hann að það hafi verið erfitt að horfa á þann leik úr stúkunni. Hann er spenntur fyrir því að stíga inn á Laugardalsvöll með liðsfélögum sínum annað kvöld.

„Sumarið fór eins og það fór. Þá er gott að fá þennan leik og sanna það að við erum nógu góðir til að fara alla leið á næsta ári. Ég er mjög spenntur að spila á Laugardalsvelli. Maður er búinn að bíða alla vikuna eftir þessu og þetta er loksins að koma. Hópurinn keyrði saman í bæinn í gær. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og ég hef bullandi trú á okkar mönnum. Við erum komnir hingað til að vinna," segir Arek.

Hann vonast eftir góðum stuðningi úr stúkunni á morgun.

„Það er fullt af Austfirðingum fyrir sunnan og svo veit ég að það er fólk að koma að austan til að horfa á þennan leik. Það verður stemning. Austfirðingar kunna að skemmta sér, það er bara þannig," sagði Arek að lokum.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner