Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Veit ekki hvort Raya verði klár um helgina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segist ekki vita hvort spænski markvörðurinn David Raya verði klár í slaginn um helgina þegar Arsenal tekur á móti nýliðum Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.

Raya þurfti aðhlynningu í 2-2 jafntefli gegn Manchester City um helgina og segir Arteta samlanda sinn vera að glíma við vöðvameiðsli.

„Við vitum ekki hvenær hann verður klár í slaginn, við vitum ekki hvort hann verði með um helgina. Þetta eru vöðvameiðsli," sagði Arteta þegar hann var spurður út í Raya.

Það eru þó fáir sem trúa orðum Arteta eftir að upp komst um leikþátt Raya gegn Man City, þar sem hann þóttist meiðast til að gefa Arsenal tíma til að taka 'leikhlé'.

   24.09.2024 10:02
Sést hvernig Raya er sagt að þykjast meiðast


Það er því mögulegt að Norberto Neto verji mark Arsenal gegn Leicester um helgina.

Arteta var einnig spurður út í Raheem Sterling, sem skoraði og lagði upp í stórsigri Arsenal gegn Bolton í gærkvöldi.

„Raheem var frábær, hann er byrjaður að sýna hvað hann getur gert. Það vantar aðeins upp á líkamlegu hliðina, hann er ekki á þeim stað sem við viljum en þetta var stórt skref í rétta átt."
Athugasemdir
banner
banner
banner